Þriðji í þriggja ára afmæli Klapptrés

klapptre-3ja-araGaman að segja frá því að Klapptré átti þriggja ára afmæli á föstudag, 16. september.

Alls hafa birst rúmlega 1800 fréttir og pistlar á þessum þremur árum og er óhætt að segja að vefurinn sé leiðandi í allri umfjöllun um íslenskar kvikmyndir og sjónvarp. Margoft hafa landsmiðlarnir tekið upp fréttir frá Klapptré og margt efni vefsins vakið mikla athygli og umræður.

Lestrartölur líta svona út eftir fyrstu þrjú árin (meðaltal mánaðar í sviga):

  • Einstakir gestir: 144,391 (4,011  á mánuði)
  • Heimsóknir: 264,975 (7,360 á mánuði)
  • Flettingar: 422,562 (11,738 á mánuði)

Hér má láta sér líka við Facebook síðuna okkar og við erum líka á Twitter.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR