Kvikmyndahúsum fækkað um helming á tuttugu árum

bíódagar-bíósalur
Rammi úr Bíódögum Friðriks Þórs Friðrikssonar.

Fjöldi kvikmyndahúsa á landinu hefur dregist saman um helming síðan árið 1995. Íslendingar fóru mun meira í bíó í hruninu. Að meðaltali eru um 14 myndir frumsýndar í hverjum mánuði.

Kjarninn skýrir frá:

Kvik­mynda­húsum á land­inu hefur fækkað um helm­ing síðan árið 1995. Þá voru 31 kvik­mynda­hús á land­inu en í dag eru þau 16. Ekki hefur fækkað neitt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu síð­ustu 20 ár, en öllum þeim kvik­mynda­húsum sem hefur verðið lokað eru á lands­byggð­inni. Sam­kvæmt tölum Hag­stof­unnar voru 25 kvik­mynda­hús utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins árið 1995 en nú eru þau ein­ungis níu. Nýj­ustu tölur Hag­stof­unnar eru frá árinu 2014, en Alfreð Ásberg Árna­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­bíó­anna, útveg­aði nýrri töl­ur.

Hann segir að breyt­ing á tækni­bún­aði, sem varð árið 1995, um textun á kvik­myndum hafi gert lands­byggð­inni erf­ið­ara fyrir að fylgja því eftir vegna kostn­að­ar.

„Árið 2003 kom svo digital­væð­ing­in, sem var kost­aði líka sitt, og gerði smærri kvik­mynda­húsum á land­inu erfitt fyr­ir,“ segir Alfreð við Kjarn­ann. „En bíó­húsin á lands­byggð­inni stand­ast ekki sam­an­burð við þau í Reykja­vík þar sem mörg þeirra voru líka notuð sem sam­komu­hús og ekki mikið fyrir kvik­mynda­sýn­ing­ar. Þar af leið­andi voru þau ekki upp­færð með sama hætt­i.

Fjölgar á lands­byggð­inni á ný

Alfreð seg­ist þó hafa heyrt af því að það standi til að fjölga kvik­mynda­húsum á lands­byggð­inni á ný. Staf­rænn tækni­bún­aður hafi lækkað í verði und­an­farin ár sem geri það auð­veld­ara fyrir smærri kvik­mynda­hús að upp­færa.

Sam­bíóin reka fimm kvik­mynda­hús, þrjú í Reykja­vík, eitt á Akur­eyri og eitt í Kefla­vík. Sena reka tvö bíó í Reykja­vík og eitt á Akur­eyri. Í Reykja­vík eru svo tvö bíó til við­bót­ar; Laug­ar­ás­bíó og Bíó Para­dís. Utan höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru svo rekin sex kvik­mynda­hús til við­bót­ar; á Ísa­firði, Akra­nesi, Sel­fossi, Sauð­ár­króki, Pat­reks­firði og í Vest­manna­eyj­um.

Í þessum sextán kvik­mynda­húsum á land­inu öllu eru sam­tals 40 salir og 6.700 sæti. Alfreð segir aðSam­bíóin hafi verið að fækka sætum und­an­farin ár til þess að bjóða upp á meira bil á milli sæta.

Fólk fór í bíó í hrun­inu

Þróun í fjölda kvik­mynda­húsa­gesta jókst mikið í efna­hags­hrun­inu. Árið 1996 var fjöldi gesta yfir 1,4 millj­ón. Strax í kjöl­far hruns­ins, árið 2008, fór fjöld­inn yfir 1,7 millj­ón. Ásókn í kvik­mynda­hús dróst svo aftur saman eftir hrun og árið 2014 var hann kom­inn aftur niður í það sama og árið 1996, rúma 1,4 millj­ón.

Alfreð segir þessa þróun skýr­ast af því að fólk hafði minna á milli hand­anna í hrun­inu.

„Kvik­mynda­hús eru ódýrasta skemmtun sem völ er á,“ segir hann. „Fáir fóru til útlanda og ferða­lög og sótt­ust því í ódýr­ari afþr­ey­ing­u.“

Að með­al­tali eru um 15 nýjar kvik­myndir frum­sýndar í hverjum mán­uði. Sam­kvæmt Alfreð hefur þeim þó fækkað síðan 2011, þegar 181 kvik­mynd var frum­sýnd. Árið 2014 voru 154 myndir frum­sýnd­ar, en þeim fjölg­aði árið eft­ir, en þá voru þær 175.

Sjá nánar hér: Kvikmyndahúsum fækkað um helming | Kjarninn

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR