Compass Films með verðlaunamynd á Galway hátíðinni

Hönnun á veggspjaldi: Tiago Forte
Hönnun á veggspjaldi: Tiago Forte

Heather Millard og Þórður Jónsson hjá Compass Films eru meðframleiðendur The Wall, norsk/írskrar heimildamyndar um N-Kóreu sem á dögunum bar sigur úr býtum í flokki mannréttindakvikmynda á kvikmyndahátíðinni í Galway á Írlandi.

The Wall er tekin upp að stórum hluta í Norður Kóreu. Stjórnandinn David Kinsella fór til N-Kóreu til að gera heimildarmynd um landið en það sem mætti honum þar var ein stærsta sviðsetning sem um getur, fleiri hundruð leikarara voru fengnir til að reyna að hylja yfir hið raunverulega ástand þar. Allt myndefni sem tekið var upp þar var ritskoðað í lok dags og fylgdu verðir kvikmyndatökuliðinu eftir við hvert fótmál. Það var því ljóst að eitthvað þyrfti að gera til að sýna hina sönnu N-Kóreu.

Kinsella ákvað því að segja sína sögu frá því að hann var ungur drengur á Norður-Írlandi og flétta hana saman við N-Kóreu, en til að sýna ástandið í N-Kóreu voru fengnir íslenskir teiknarar sem blönduðu teiknimyndum saman við myndefnið til að sýna hina sönnu N-Kóreu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR