Ugla Hauksdóttir: Hjartað leitar heim

Ugla ásamt manni sínum og tökumanni myndarinnar, Markus Englmair.

Ugla Hauksdóttir, sem á dögunum útskrifaðist úr námi í kvikmyndaleikstjórn frá Columbia University í New York og hlaut þar fyrstu verðlaun fyrir lokamynd sína, segir í viðtali við Vísi að hjartað leiti heim og handrit að kvikmynd í fullri lengd sé í bígerð.

Í viðtalinu segir m.a.:

Eiga Íslendingar von á að fá að berja verkið augum? „Mig langar auðvitað að sýna myndina á Íslandi þegar tækifæri gefst. Hjartað leitar jú alltaf heim. En næst á dagskrá hjá mér er að leikstýra minni fyrstu mynd í fullri lengd. Sem stendur er ég að vinna handrit að íslenskri bíómynd. Senn líður að því að ég fari að sækja um fjármögnun og leita mér að samstarfsfólki,“ segir hún glaðlega. „Þar sem ég er svona nýútskrifuð er mikill eldur í brjósti mér með að halda áfram að skapa og vinna. Það verður mikið afrek að gera bíómynd í fullri lengd og nú er kominn tími til að sanna mig.“

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR