Pjatt um „Reykjavík“: Speglar á skemmtilegan og raunverulegan hátt samskipti kynjanna

Þórunn Antonía Magnúsdóttir skrifar á Pjatt.is um Reykjavík Ásgríms Sverrissonar og segir meðal annars að tónlist, leikur og mynd blandist svo fallega saman að útkoman verði alveg frábær.

Þórunn Antonía segir ennfremur:

Myndin speglar á skemmtilegan og raunverulegan hátt samskipti kynjanna og flækjur þess að vera fullorðin manneskja sem verður að taka ábyrgð á ýmsu, bæði til þess að fylgja sínum draumum eða upfylla annara manna drauma sem eins og allir vita getur bara verið svolítið flókið. Stundum skarast á glansmyndin af lífinu sem þú ætlaðir þér all harkalega við raunveruleikann.

Ástríða leikstjórans fyrir kvikmyndagerð skín í gegn og hún er mjög fallega tekin myndrænt séð.

Atli Rafn og hin glæsilega Nanna Kristín Magnúsdóttir fara með aðalhlutverkin og leika þau bæði með stökustu prýði ásamt góðu úrvali af leikurum; Gudmundur Thorvaldsson, Gríma Kristjánsdóttir, Margrét Friðriksdóttir, Björn Thors, Stefán Hallur Stefánsson, Hafsteinn Vilhelmsson og Níels Thibaud Girerd eru meðal þeirra sem koma við sögu.

Svo fannst mér unga leikonan Gríma Kristjánsdóttir verulega skemmtileg… og viti menn það er mikið af djazz í myndinni! Reyndar get ég verið soldið viðkvæm fyrir því, það er að segja ef djazzinn er of framúrstefnulegur en í myndinni Reykjavík blandast tónlist, leikur og mynd svo fallega saman að útkoman verður alveg frábær.

Mér finnst Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson skemmtilegt innlegg í íslenska kvikmyndasögu. Þetta er hugljúf og rómantísk mynd sem ég mæli heilshugar með. Allir í bíó!

Sjá nánar hér: Kvikmyndir: Reykjavík eftir Ásgrím Sverris – Ég mæli með henni! | Pjatt.is

Rétt er að taka fram að ritstjóri Klapptrés er jafnframt leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Reykjavík.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR