Þessa dagana standa yfir sýningar á fjölda íslenskra kvikmynda í Póllandi. Alls eru sýndar 27 myndir og fara sýningar fram í borgunum Gdansk, Poznan og Varsjá.
Sýningarnar eru hluti af samvinnuverkefni milli Póllands og Íslands undir heitinu Ultima Thule – At the End of the World. Sýningarröðin hóf göngu sína í nóvember síðastliðnum, þegar 15 pólskar kvikmyndir voru sýndar í Bíó Paradís.
Eftirtaldar íslenskar myndir verða sýndar í borgunum þremur:
- Ísland í lifandi myndum (1925) – leikstjóri: Loftur Guðmundsson,
- Björgunarafrekið við Látrabjarg (1949) – leikstjóri: Óskar Gíslason,
- Síðasti bærinn í dalnum (1950) – leikstjóri: Ævar Kvaran,
- Morðsaga (1977) – leikstjóri: Reynir Oddsson,
- Kristnihald undir jökli (1989) – leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir,
- Börn náttúrunnar (1991) – leikstjóri: Friðrik Þór Friðriksson,
- Ingaló (1992) – leikstjóri: Ásdís Thoroddsen,
- Sódóma Reykjavík (1992) – leikstjóri: Óskar Jónasson,
- Fíaskó (2000) – leikstjóri: Ragnar Bragason,
- Íslenski draumurinn (2000) – leikstjóri: Róbert Douglas,
- Mávahlátur (2001) – leikstjóri: Ágúst Guðmundsson,
- Maður eins og ég (2002) – leikstjóri: Róbert Douglas,
- Stormviðri (2003) – leikstjóri: Sólveig Anspach,
- Kaldaljós (2004) – leikstjóri: Hilmar Oddsson,
- Börn (2006) – leikstjóri: Ragnar Bragason,
- Duggholufólkið (2007) – leikstjóri: Ari Kristinsson,
- Foreldrar (2007) – leikstjóri: Ragnar Bragason,
- Veðramót (2007) – leikstjóri: Guðný Halldórsdóttir,
- Skrapp út (2008) – leikstjóri: Sólveig Anspach,
- Brim (2010) – leikstjóri: Árni Ólafur Ásgeirsson,
- Á annan veg (2011) – leikstjóri: Hafsteinn Gunnar Sigurðsson,
- Borgríki (2011) – leikstjóri: Ólafur de Fleur Jóhannesson,
- Eldfjall (2011) – leikstjóri: Rúnar Rúnarsson,
- Málmhaus (2013) – leikstjóri: Ragnar Bragason,
- XL (2013) – leikstjóri: Marteinn Þórsson
- Borgríki 2 – Blóð hraustra manna (2014) – leikstjóri: Ólafur de Fleur Jóhannesson,
- Vonarstræti (2014) – leikstjóri: Baldvin Z.
Nokkrir íslenskir leikstjórar taka þátt í sýningunum. Ragnar Bragason var með leikstjóraspjall eftir sýningu á Börnum og Foreldrum í bæði Gdansk og Varsjá. Rúnar Rúnarsson verður með leikstjóraspjall í Poznan eftir sýningu á Eldfjalli og mun einnig halda „masterclass“, bæði í Poznan og Varsjá. Árni Ólafur Ásgeirsson verður svo með leikstjóraspjall eftir sýningu á Brim í Varsjá og mun einnig halda masterclass í Varsjá.
Sjá nánar hér: Stærðarinnar íslenskur kvikmyndafókus í Póllandi | FRÉTTIR | Kvikmyndamiðstöð Íslands