Skjaldborg-hátíð íslenskra heimildamynda, verður haldin um hvítasunnuhelgina, 13.-16. maí í Skjaldborgarbíói á Patreksfirði. Umgjörðin verður með sérstaklega glæstu sniði í ár þar sem hátíðin fagnar 10 ára afmæli.
Skjaldborg hefur fyrir löngu sannað sig sem einn af mikilvægustu viðburðunum í almanaki íslenskrar kvikmyndagerðar. Hátíðin hefur á liðnum áratug orðið að mjög áhugaverðum vettvangi fyrir íslenska heimildamyndagerð, enda hafa margar af athyglisverðustu myndum undanfarinna ára fyrst litið dagsins ljós á hátíðinni.
Stefnt er að því að frumsýna um 15-20 nýjar, íslenskar heimildamyndir en auk þess verða áhugaverð verk í vinnslu kynnt á hátíðinni. Þá verða hefðbundnir jafnt sem óhefðbundnir utandagskrárviðburðir á sínum stað.
Opið er fyrir umsóknir til 24. mars en umsóknareyðublað og allar frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu hátíðarinnar.