Ólafur Gunnarsson handritsráðgjafi „Vikings“ þáttanna

Ólafur Gunnarsson meðal handritshöfunda Vikings. (Samsett mynd Vísir)
Ólafur Gunnarsson meðal handritshöfunda Vikings. (Samsett mynd Vísir)

Ólafur Gunnarsson rithöfundur tekur þátt í handritsskrifum fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vikings sem sýnd er víða um heim.

Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður á Vísi ræðir við Ólaf:

„Þetta er sagan um Ragnar Loðbrók sem er sýnd hefur verið á RÚV. Við erum 2 handritsgerðarmennirnir, ég og Michael Hirst. Þetta er tilkomið vegna þess að þetta er sama fólkið sem stendur að Víkings og ætlaði og ætlar, málið er ekki dautt, að kvikmynda Öxin og Jörðin. Ég er handritsráðgjafi, hugmyndasmiður, yfirlesari handrita en Michael heldur um taumana. Það er að segja, ég fer og kaupi inn og hann er aðalkokkurinn. Ég er búinn að vinna við þetta í tvö ár. Vikings Season 3 og nú Vikings Season 4. Ég er nýkominn að utan. Var að heimsækja stúdíóið og heilsa upp á mannskapinn. Er ekki komið að því að maður fái aðeins að bragða á rjómatertunni eftir að hafa verið við ritstörf í 48 ár?“ spyr Ólafur og lætur vel af sér við þessa iðju.

En, nú ert þú fyrst og fremst skáldsagnahöfundur; eru þetta ekki viðbrigði að vinna við handritagerð, sjónvarpsþáttaseríu fyrir sjónvarp?

„Ég skal ekki segja. Það er eins og ef mann langar alls ekki í eitthvað þá kemur það til manns. Ég hef aldrei sóst eftir vinnu við kvikmyndir en kvikmyndafólk hefur leitað til mín. Viðbrigðin ef einhver eru, eru fyrst og fremst skemmtileg. Tilbreyting. Maður hefur verið eins og myglugró yfir rómunum í hart nær hálfa öld. Það er gaman að blanda geði örlitið og komast í ferðalög.“

Sjá viðtalið í heild hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR