Á málþingi sem RIFF stendur fyrir með yfirskriftinni Er íslensk kvikmyndagerð góð fjárfesting? sagðist Baltasar Kormákur oft hafa lent í miklum vandræðum með íslenska bankakerfið, meðal annars við gerð Ófærðar, þótt myndin hafi notið ýmissa styrkja.
Kjarninn greinir frá:
Baltasar sagðist oft hafa lent í miklum vandræðum með íslenska bankakerfið, meðal annars í gerð á Ófærð, þótt myndin hafi notið ýmissa styrkja. Það hafi vantað pening á meðan á framleiðsluferlinu stóð, styrkir og önnur fjármögnun komi inn þegar verkinu sé skilað. „Það er svo lítil þekking inni í bankakerfinu og fjármálakerfinu,“ sagði hann. Það sé svo mikið fjallað um fjárhagslegu vandamálin en ekki um það sem gangi vel. Á endanum hafi Gamma stigið inn í verkefnið með 500 milljónir króna. „Þeir eru að græða á þessu,“ sagði Baltasar. Á endanum hafi því tekist að fjármagna verkefnið upp á tæpan milljarð.þessu,“ sagði Baltasar. Á endanum hafi því tekist að fjármagna verkefnið upp á tæpan milljarð.
Skoða má umræðurnar hér:
Sjá nánar hér: Ófærð var seld til Bandaríkjanna fyrir 1,2 milljónir dala | Kjarninn