Variety birtir hugleiðingar um mögulegar Óskarstilnefningar og telur Hrúta Gríms Hákonarsonar meðal þeirra mynda sem hvað helst koma til greina sem besta myndin á erlendu tungumáli. Miðillinn telur Everest Baltasars Kormáks einnig eiga möguleika á tilnefningu í ýmsa flokka, þar á meðal bestu mynd og besta leikstjóra.
Variety skiptir hugsanlegum kandídötum uppí líklega og mögulega (Frontrunners og Also in Play). Hrútar er talin líkleg (Frontrunner) í flokknum besta erlenda myndin ásamt myndum á borð við Son of Saul frá Rúmeníu og Mustang frá Frakklandi sem sýnd er á yfirstandandi RIFF hátíð.
Everest er talin möguleg (Also in Play) í eftirtalda flokka: besta myndin, besti leikstjórinn, besti karlleikari í aðalhlutverki (Jason Clarke), besti karlleikari í aukahlutverki (Josh Brolin), besta handrit byggt á áður birtu efni, besta tónlistin, besta förðun og hár, besta klipping og besta kvikmyndataka. Þá er hún talin af Variety líkleg (Frontrunner) í bestu myndrænu brellur, bestu hljóðblöndun og bestu hljóðklippingu.
Sjá nánar hér: Oscar Predictions: After Fall Fests, ‘Spotlight,’ ‘Room’ Soar