Telmu Huld leiðist að leika sætu stelpuna

Telam Huld Jóhannesdóttir í Webcam eftir Sigurð Anton Friðþjófsson.
Telma Huld Jóhannesdóttir í Webcam eftir Sigurð Anton Friðþjófsson.

Telma Huld Jóhannesdóttir sem leikur annað aðalhlutverkanna í kvikmyndinni Webcam sem frumsýnd var í gær, er í viðtali við Morgunblaðið. „“Ég er alveg meir yfir því að fá að leika þessa konu því hún er svo fersk,“ segir Telma sem vílaði ekki fyrir sér að fækka fötum í þágu hlutverksins.“

Anna Marsibil Clausen hjá Morgunblaðinu skrifar:

Þrátt fyr­ir eft­ir­tekt­ar­verða frammistöðu í Webcam á Telma ekki lang­an leik­list­ar­fer­il að baki. Hún seg­ir alltaf hafa verið ljóst að hún færi út í ein­hvers­kon­ar list­sköp­un og er ný­út­skrifuð af leik­list­ar­braut í Fjöl­braut í Garðabæ. Webcam er hins­veg­ar fyrsta stóra verk­efnið henn­ar.

„Þegar við vor­um að gera þetta þá var þetta ekk­ert svona stórt verk­efni. Þá var þetta bara ég að vinna aft­ur með Tona, Magga og Aroni að því að búa til bíó. Okk­ar vinátta hef­ur ein­kennst af því að við höf­um gam­an að því að skapa,“ seg­ir hún og vís­ar í leik­stjóra, fram­leiðanda og töku­mann mynd­ar­inn­ar.

Leik­stjór­inn, Sig­urður Ant­on Friðþjófs­son, er einnig hand­rits­höf­und­ur kvik­mynd­ar­inn­ar. Webcam bygg­ist að miklu leiti á sam­töl­um og þótti und­ir­ritaðri merki­legt að upp­lifa á frum­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar að geta í fyrsta sinn á æv­inni séð sjálfa sig og vin­kon­ur sín­ar í orðræðu og fasi aðal­hetja í ís­lenskri kvik­mynd.

„Það er ein­stakt hvernig Toni skrif­ar. Það er ástæðan fyr­ir því að ég ákvað að vinna með þeim upp­runa­lega fyr­ir tveim­ur árum í jóla­da­ga­tali á YouTu­be,“ seg­ir Telma.

„Ég er al­veg meir yfir því að fá að leika þessa konu því hún er svo fersk. Ég veit ekki hversu oft ég hef fengið það grút­leiðin­lega hlut­verk að vera „sæta stelp­an“. Það er ógeðslega leiðin­legt því það er ekk­ert krefj­andi og ekk­ert áhuga­vert en þarna var allt krefj­andi, áhuga­vert og skemmti­legt.“

Tengd­ist per­són­unni strax

Sig­urður Ant­on skrifaði Agú með Telmu í huga og kem­ur það því lítið á óvart þegar Telma jánk­ar, aðspurð hvort hún eigi margt sam­eig­in­legt með per­són­unni sinni.

„Ég sá það strax að ég gæti blásið hana lífi. Ég er reynd­ar ekki með nein tattú og er al­veg „straig­ht“ en ég gat al­veg tengt við hana á ýms­um öðrum level­um, kannski meira við hvað hún er jarðbund­in og dygg vin­kona.“

Þær Agú og Telma eiga það jafn­framt sam­eig­in­legt að hvor­ug þeirra er feimið fljóð og seg­ist Telma ekki hafa átt í erfiðleik­um með að leika í kyn­lífs­atriðum í mynd­inni.

„Það er alltaf eitt­hvað ör­líitið vand­ræðal­egt í tvær-þrjár mín­út­ur en ég hef alið úr mér mest alla spéhræðslu í gegn­um leik­list­ina. Maður hef­ur þurft að skipta svo oft föt fyr­ir fram­an hvern sem er að það hætt­ir að vera mál. Ég er mjög fylgj­andi þeim bylt­ing­um sem hafa verið í gangi í sam­fé­lag­inu s.s. #freet­henipple og ég er á því að þessi mynd ýti und­ir þá umræðu.“

Sjá nánar hér: Leiðist að leika sætu stelpuna

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR