Bakk, kvikmynd Gunnars Hanssonar og Davíðs Óskars Ólafssonar, er áfram í þriðja sæti aðsóknarlista FRÍSK, en 1.575 manns sáu hana í vikunni sem leið.
Helgaraðsóknin nam 566 manns en heildaraðsókn er komin í 5.465 manns.
Fúsi Dags Kára er komin í 10.684 manns í heildaraðsókn. Hún er áfram í 9. sæti eftir 9 sýningarhelgar. 148 sáu hana um helgina en 360 í vikunni.
Aðsókn á íslenskar myndir vikuna 18.-24. maí 2015:
(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)