Tökur hafnar á þriðju þáttaröð „Réttar“

réttur 3-fyrsti tökudagurTökur hófust í gær á þriðju umferð þáttaraðarinnar Réttur. Baldvin Z leikstýrir eftir handriti Þorleifs Arnarssonar og Andra Óttarssonar. Sagafilm framleiðir en um 200 leikarar og fimmtíu manna tökulið vinnur að verkefninu. Tökur standa fram í júlí.

Vísir ræðir við Baldvin Z í dag:

„Tökur hafa gengið vel,“ segir Baldvin Zophoníasson. „Það er ótrúlega gaman að vinna þetta ögrandi og spennandi handrit sem þeir Þorleifur og Andri skrifuðu. Ég er fullur tilhlökkunnar að vinna með þessu frábæra fólki næstu þrjá mánuðina. Réttur mun banka harkalega á dyr landsmanna næsta vetur.“

Þættirnir verða sýndir á Stöð 2 og er ráðgert að sýningar hefjist í október.

Sjá nánar hér: Vísir – Tökur á Rétti III hafnar: „Handritið ögrandi en spennandi“.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR