Morgunblaðið um „Austur“: Kolsvart náttmyrkur og heitasta helvíti

austur-posterHjördís Stefánsdóttir skrifar um Austur Jóns Atla Jónassonar í Morgunblaðið og segir myndina vægast sagt ógeðslega og óhugnaðinn með öllu tilgangslausan en engu að síður rífi hann áhorfendur á hol.

Hjördís gefur myndinni tvær stjörnur af fimm og segir meðal annars:

Þegar upp er staðið er alls ekki hægt að mæla með því að nokkur sjái myndina. Segja má að hún geri út á svæsið blæti fyrir sönnum sakamálum og erfitt er að sjá hver ætlaður markhópur hennar er. […] Réttast væri að bjóða vammlausum sýningargestum uppá áfallahjálp í stað popps og kóks. […] Að hleypa þesari vá úr öskju Pandóru kemur til með að hafa geigvænlegar afleiðingar og steypa áhorfendum í kolsvart náttmyrkur og heitasta helvíti.

Dóminn í heild má lesa hér að neðan. Smellið á myndina til að stækka.

Austur-dómur-mbl

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR