Dagur Kári ræðir við DV um Fúsa, tekíla, sköpunaralkul og af hverju það er pirrandi þegar fólk segir myndirnar hans litlar.
Brot úr viðtalinu:
En af hverju kvikmyndir? Hvað er það við þennan tjáningarmáta sem tosar í þig? Ef maður hugsar hvað er ólíkt við þessa tvo miðla, þá finnst mér tónlistin einhvern veginn líkamlegri, að syngja eða berja takt getur verið ósjálfrátt og óvænt, en bíómyndir eru miklu lengra og hægara ferli. Manni finnst eins og þeir sem geri bíómyndir hljóti að vera með ítarlega unnar hugmyndir og hafa eitthvað merkilegt að segja okkur hinum sem horfum.
Kvikmyndin sameinar allt það sem ég hef áhuga á; tónlist, hið sjónræna, skriftir … Ég hef engan boðskap fram að færa annan en tjáningarþörfina og að hleypa fólki inn í annan heim sem er fullur af húmor og sársauka. Ég heyri oft um myndirnar mínar að þær séu litlar og það fer óstjórnlega í taugarnar á mér. Á hvaða mælikvarða? Við lifum í alheimi sem er 13,8 billjón ára gamall og óendanlegur að stærð. Séð í því samhengi er það að brosa hvorki merkilegra né ómerkilegra en síðari heimsstyrjöldin. Það að lifa er óendanlega léttvægt og ef maður getur farið á bíómynd þar sem maður hlær og klökknar, þá er bara um að gera að drífa sig!
Sjá nánar hér: Það er óendanlega léttvægt að lifa – DV.