„París norðursins“ dreift í Frakklandi

Björn Thors í París norðursins.
Björn Thors í París norðursins.

París norðursins eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson hefur verið tekin til sýninga í kvikmyndahúsum í Frakklandi. Myndinni hefur verið sérlega vel tekið þar og er gagnrýnandi Le Monde t.d. afar jákvæð í garð myndarinnar.

Hefur hún á orði að leikstjóranum takist að miðla þessari fyndnu og melankólísku sögu með frumlegu og sterku myndmáli. Og þótt erfitt sé að átta sig á hvort þarna sé á ferðinni létt gamanmynd, fjölskyldudrama eða frásögn í anda Beckett þá kemur skemmtilega á óvart hvað kokteillinn er sterkur.

París norðursins hefur selst til þónokkurra landa og verður næst tekin til almennra sýninga í Danmörku. Myndin verður frumsýnd þar í landi á CPH:PIX hátíðinni í apríl og ratar síðan í kvikmyndahús í kjölfarið.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR