CinemaCon, árleg ráðstefna Samtaka bandarískra kvikmyndahúsa (NATO), hefur tilkynnt að Baltasar Kormákur verði heiðraður með titlinum „Alþjóðlegur kvikmyndagerðarmaður ársins“ á næstu ráðstefnu sem hefst í Las Vegas 20. apríl.
Mitch Neuhauser framkvæmdastjóri CinemaCon segir:
„Baltasar Kormákur hefur skemmt alþjóðlegum áhorfendum frá sinni fyrstu mynd með sínum mögnuðu kvikmyndagerðarhæfileikum. Myndir hans eru viðburðaríkar og halda áhorfendum á sætisbrúninni. Everest mun án efa halda áhorfendum í heljargreipum og fá þá til spyrja sig hvað gerist næst. Við gætum ekki verið spenntari að fá tækifæri til að heiðra hann sem alþjóðlegan kvikmyndagerðarmann ársins.“
Sjá nánar hér: BALTASAR KORMÁKUR TO RECEIVE CINEMACON® INTERNATIONAL FILMMAKER OF THE YEAR AWARD | CinemaCon.