spot_img

Dr. Gunni um „Trend Beacons“: Hröð og skemmtileg

TREND-BEACONS-STILL6Dr. Gunni skrifar á vef sinn um heimildamyndina Trend Beacons eftir þá Markelsbræður og er mjög sáttur, segir þetta „mynd sem smellpassar við Hönnunarmarsinn og vekur einnig áhuga alstískulausra einstaklinga.“

Dr. Gunni segir meðal annars:

Myndin er hröð og skemmtileg (sex stjörnur af fimm) og fylgist með 4 „vitum“ fabúlera og röfla um „vísindin“ sín. Allt í umhverfinu og tækniþróun hefur víst áhrif á tísku framtíðarinnar. Vitarnir virðast samstíga í framtíðarsýninni, eru með svipaða frasa „eco not ego“ og allskonar svona. Það eru ekki bara fataframleiðendur sem eru kúnnar vitanna, bílaframleiðendur, arkitektar o.s.frv eru það líka og þannig skapast einhver heildarsvipur á tísku og útliti, þótt þetta sé kannski alltaf að renna meira og meira út í eitthvað kaos.

Sjá umsögnina alla hér: Þau ráða tískunni | DR. GUNNI.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR