JC Chandor leikstjóri: Kjöldreginn af íslenskum fjárfesti

JC Chandor á vef The Guardian.
JC Chandor á vef The Guardian.

Hinn ágæti leikstjóri JC Chandor (Margin Call, All is Lost) er í viðtali við The Guardian vegna frumsýningar nýrrar myndar sinnar, A Most Violent Year, sem fengið hefur mjög góðar viðtökur. Í viðtalinu minnist hann á íslenskan bisnessmann sem á að hafa lofað honum fjármagni í framleiðslu myndar en hætt við á síðustu stundu.

Þetta er í samhengi við lýsingu hans á baráttu sinni við að komast af stað í kvikmyndabransanum. Chandor segist hafa strögglað í 15 ár og ýmsar ástæður legið að baki.

Síðan segir hann:

„Ég var komin af stað með mynd sem aðeins var sex dögum frá því að hefja tökur þegar hætt var við allt saman. Fjárfestirinn var einn af þessum ríku íslensku strákum sem komu landi sínu í gjaldþrot. Það gleður mig að segja að hann situr nú í fangelsi.“

Fróðlegt væri að vita hver umtalaður fjárfestir er. Hinsvegar er nokkuð ljóst að leikstjóranum skjátlast um meinta fangelsun…

JC Chandor komment

Sjá nánar hér: JC Chandor on A Most Violent Year: ‘There’s more villainy than some people would like to admit’ | Film | The Guardian.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR