Evrópusamtök handritshöfunda tjá sig vegna voðaverkanna í Frakklandi

charlie hebdo not afraidFSE, Evrópusamtök handritshöfunda, hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna voðaverkanna í Frakklandi.

Evrópskir handritshöfundar eru miður sín yfir hinum óhugnanlegu fjöldamorðum á teiknurum og ritstjórum franska háðsádeiluritsins Charlie Hebdo í París þann 7. janúar síðastliðinn. Sem handritshöfundar fordæmum við þetta tilræði við frelsi okkar til tjáningar og sköpunar. Tjáningarfrelsið er hin nauðsynlega forsenda sköpunar. Morðin í París vega að rétti okkar til að tala, viðra skoðanir okkar, segja okkar sögur. Til stuðnings þeim sem týndu lífi sínu höfnum við hryðjuverkum, þögn og uppgjöf.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR