Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum situr nú í fjórða sæti aðsóknarlistans eftir fjórðu sýningarhelgi. Alls sáu myndina 4.571 manns í liðinni viku, þar af 1.995 um helgina. Myndin hefur því fengið alls 30.386 gesti.
Afinn er nú í ellefta sæti eftir níundu sýningarhelgi. Alls hafa 14.764 séð myndina frá upphafi, þar af 150 síðastliðna viku.
Grafir og bein er í 14. sæti eftir fjórðu sýningarhelgi með alls 146 gesti í vikunni, þar af 27 um helgina. Samtals hafa 3.536 séð myndina frá upphafi.
Borgríki 2 Ólafs de Fleur er nú í 16. sæti eftir sjöttu sýningarhelgi. 254 sáu myndina í nýliðinni viku. Heildaraðsókn frá upphafi nemur 11.000 manns.
AÐSÓKN VIKUNA 17.-23. nóv. 2014:
VIKUR | MYND | AÐSÓKN | HEILDARAÐSÓKN |
---|---|---|---|
4 | Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum | 4.571 | 30.386 |
6 | Borgríki 2 | 254 | 11.000 |
9 | Afinn | 150 | 14.764 |
4 | Grafir og bein | 146 | 3.536 |