Verðlaunamyndin „Salóme“ frumsýnd á morgun

salome-adalstillaSalóme_posterVerðlaunamyndin Salóme eftir Yrsu Roca Fannberg verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun föstudag og standa sýningar til 20. nóvember.

Salóme fjallar um Salóme Herdísi Fannberg veflistakonu. Salóme hætti að búa til list til að geta sinnt lífinu. Núna er það listin sem heldur henni lifandi.

Myndin var kosin „Most Moving Movie“ af dómnefnd Szczecin European Film Festival, sem fram fór í Póllandi fyrr á árinu. Áður hafði myndin verið kosin besta norræna heimildamyndin á Nordisk Panorama hátíðinni, fyrst allra íslenskra heimildamynda, auk þess að hafa verið kosin besta myndin af áhorfendum á Skjaldborg.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR