Sænski leikstjórinn Ruben Östlund, einn gesta RIFF, ræddi við kollega sinn Hafstein Gunnar Sigurðsson á hátíðinni og má sjá spjall þeirra hér að neðan.
Þar kemur Östlund meðal annars inná þær breytingar sem eru að eiga sér stað í menningu okkar frá textaáherslum yfir í myndmálstjáningu og -upplifun. Östlund heldur því fram að áhugaverðustu hlutirnir í kvikmyndagerð eigi sér nú stað á netinu, t.d. YouTube – og að kvikmyndagerðarmenn verði að aðlagast þessum breyttu áherslum eigi kvikmyndir ekki að daga uppi sem listform án beins erindis við samtímann, líkt og til dæmis ópera.
Nýjasta mynd Östlund, Turist, er nú í sýningum í Bíó Paradís.