Í ítarlegu viðtali við RÚV ræðir Baltasar Kormákur um víkingamynd sína sem hann ráðgerir að filma fljótlega.
Fram kemur meðal annars að myndin verði að mestu gerð hér á landi og að hún verði ein stærsta fjárfesting frá hruni.
„Ég vissi að ég þyrfti að koma mér í góða stöðu til að geta gert myndina á þann hátt sem ég vildi gera.“
Leikstjórinn fékk til að mynda einn hæsta styrkinn úr kvikmyndasjóði fyrir tólf árum til að kvikmynda Njálssögu.
„Ég ákvað að skila þessum styrk því mig langaði til að búa til heim eins og fólk hefði aldrei séð hann áður. Og til þess þurfti ég að fara til Hollywood, vinna mér inn traust og fá fjármagn til að gera þetta.“
Baltasar nefnir sem dæmi að vilji hann sýna Alþingi á Þingvöllum eins og hann telji það hafa verið þá þurfi til þess mikla leikmynd sem kosti mikla peninga.
Skoðaðu viðtalið hér: Ein stærsta fjárfesting frá hruni | RÚV.