Björn Þórir Sigurðsson ráðinn yfir innlenda framleiðslu RVK Studios

Björn Þórir Sigurðsson (Bússi).
Björn Þórir Sigurðsson (Bússi).

Framleiðandinn Björn Þórir Sigurðsson (Bússi) hefur verið ráðinn til RVK Studios. Hann mun hafa umsjón með innlendri framleiðslu fyrirtækisins. Í framleiðslu hjá RVK Studios á innlendum vettvangi er m.a. önnur þáttaröðin af Ísland Got Talent fyrir Stöð2 og önnur þáttaröð Hulla, Leitin að Billy Elliot og Ófærð fyrir RÚV.

Björn Þórir var yfirmaður framleiðslu og framleiðandi hjá Turner Broadcasting Systems á árunum 2011 til 2014 þar sem hann hafði umsjón með framleiðslu á þriðju og fjórðu þáttaröð af Latabæ. Hann var yfirmaður sölu-og markaðsviðs Morgunblaðsins á árnunum 2008 til 2011 og stýrði samhliða því auglýsinga-og áskriftarsölu, viðskiptaþróun og allsherjar markaðssetningu blaðsins.

Björn Þórir var sjónvarpsstjóri Skjás eins á árunum 2005 til 2008, dagskrárstjóri Stöðvar 2 á árunum 2002 til 2005 þar sem hann sá um efniskaup og framleiðslu, framkvæmdastjóri PoppTíví á árnunum 2000 til 2002, framkvæmdastjóri dagskrár og markaðsvið Saga Communications / Fíns Miðils á árunum 1997 til 2000 þar sem hann stýrði sex útvarpsstöðvum og á árunum 1994 til 1997 byggði hann upp útvarpsstöðina  FM957 sem dagskrárstjóri.

Björn Þórir er með BA gráðu í Visual Communications frá American Intercontinental University í Los Angeles og hefur setið í stjórn fjölda innlendra og erlendra fyrirtækja gegnum árin svo sem Eddu útgáfu, SMÁÍS og MediaXchange.

Mörður Finnbogason ráðinn fjármálastjóri

Mörður Finnbogason.
Mörður Finnbogason.

Mörður Finnbogason hefur verið ráðinn fjármálastjóri RVK Studios. Mörður kemur frá KPMG ehf. þar sem hann hefur verið verkefnastjóri á endurskoðunarsviði síðan í september 2007.  Hjá KPMG starfaði hann fyrir margvísleg fyrirtæki svo sem fyrirtæki skráð á opinberum hlutabréfamarkaði, opinber félög, fjárfestingafélög og mörg önnur félög  í ólíkum starfsgeirum.

Mörður starfaði sem bókari hjá Phoenix Seafood Inc. og önnur fyrirtæki í Dalian Kína á árunum 2008 og 2009.  Hann starfaði sem fjármálastjóri Iceexpress LLC. í New York frá árinu 2004 til 2007, sem bókari hjá Fulltingi lögmannsstofu árið 2003, útflutningsstjóri hjá Iceexpress LLC. í New York árið 2002 og bókari hjá Ferðafélaginu Útivist á árunum 1997 til 2000.

Mörður er M.acc í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskóla Íslands, MS í reikningshaldi frá Baruch College, Zicklin School of Business í New York og BS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR