Heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg hlaut aðalverðlaun Nordisk Panorama hátíðarinnar nú rétt í þessu. Myndin hlaut einnig áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem fram fór í vor og verður sýnd í Bíó Paradís í nóvember.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd sigrar í flokki heimildamynda á Nordisk Panorama.
Dómnefndin segir meðal annars:
The jury chooses to recognize a film whose simplicity creates a heartbreaking immediacy, and belies a complex and expertly crafted vision of how performance and staging in documentary can reveal the deepest emotional authenticity. Through an always fascinating filmic relationship between mother and daughter, we take a journey from trauma to understanding and grace, with moments of bittersweet humour.