Klapptré birtir nú í fyrsta sinn uppfærðan aðsóknarlista SMÁÍS yfir tíu mest sóttu kvikmyndirnar frá 1995 (þegar mælingar SMÁÍS hófust) til dagsins í dag. Listi með öllum íslenskum kvikmyndum þessa tímabils, heildaraðsókn, heildartekjur og aðsókn/tekjur á opnunarhelgi er á lokametrunum í vinnslu og mun birtast innan tíðar. Athugið að röð listans er eftir heildaraðsókn (ekki heildartekjum).
Myndir Baltasars eru áberandi á listanum, en hann hefur leikstýrt fjórum þeirra og að auki leikið í tveimur öðrum. Friðrik Þór á tvær, Ragnar Bragason, Gunnar B. Guðmundsson, Óskar Þór Axelsson og Baldvin Z eina hver.
Heiti myndar | Frumsýnd | Heildaraðsókn |
---|---|---|
Mýrin | Október 2006 | 84.428 |
Englar alheimsins | Desember 1999 | 82.264 |
Djöflaeyjan | Nóvember 1996 | 74.754 |
Bjarnfreðarson | Desember 2009 | 66.876 |
Svartur á leik | Mars 2012 | 62.783 |
Hafið | September 2002 | 57.626 |
Brúðguminn | Janúar 2008 | 55.269 |
Djúpið | September 2012 | 50.157 |
Astrópía | Ágúst 2007 | 46.285 |
Vonarstræti | Maí 2014 | 39.244 |