Heimildamynd Gunnars Konráðssonar, Amma – saga Stellu Stefánsdóttur, var sýnd á RÚV s.l. sunnudagskvöld. Myndin hefur vakið mikla athygli og fengið mjög góð viðbrögð.
Stella segir í myndinni sögu kynslóðar. Hún var fædd á fyrri hluta 20. aldar og lifði tímana tvenna, þróun frá malarvegum til malbiks, frá gufuvélum til gervihnatta. Hún er sá Íslendingur sem talinn er eiga flesta afkomendur, eða í kringum 200 talsins. Stella lést 27. janúar síðastliðinn.
Myndina má skoða á vef RÚV næstu vikur: Amma – saga Stellu Stefánsdóttur.