„Amma“ hittir í mark á RÚV

Stella Stefánsdóttir er viðfangsefni heimildamyndarinnar Amma - saga Stellu Stefánsdóttur.
Stella Stefánsdóttir er viðfangsefni heimildamyndarinnar Amma – saga Stellu Stefánsdóttur.

Heimildamynd Gunnars Konráðssonar, Amma – saga Stellu Stefánsdóttur, var sýnd á RÚV s.l. sunnudagskvöld. Myndin hefur vakið mikla athygli og fengið mjög góð viðbrögð.

Stella segir í myndinni sögu kynslóðar. Hún var fædd á fyrri hluta 20. aldar og lifði tímana tvenna, þróun frá malarvegum til malbiks, frá gufuvélum til gervihnatta. Hún er sá Íslendingur sem talinn er eiga flesta afkomendur, eða í kringum 200 talsins. Stella lést 27. janúar síðastliðinn.

Myndina má skoða á vef RÚV næstu vikur: Amma – saga Stellu Stefánsdóttur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR