Viðbrögð almennings við sjónvarpsþættinum The Biggest Loser Ísland eru þau bestu síðan að SkjárEinn varð að áskriftarsjónvarpi árið 2009. Alls horfði 70% áskrifenda Skjásins á fyrsta þáttinn í frumsýningu, hliðruðu áhorfi eða endursýningu.
Áhorfið er það það mesta á stökum sjónvarpsviðburði í sögu SkjásEins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SkjáEinum.
Meira en 5.000 heimili fengu sér áskrift að SkjáEinum vikurnar í aðdraganda þáttanna og nú hafa áskrifendur stöðvarinnar aldrei verið fleiri.
Sjá nánar hér: Viðskiptablaðið – 70% áhorf á fyrsta þátt The Biggest Loser Ísland.