Sigmundur Davíð lofar sókn í menningu og nýsköpun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í Kastljósi RÚV 11. september 2013.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í Kastljósi RÚV 11. september 2013.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra minntist á listir og menningu í ávarpi sínu að kvöldi gamlársdags og varð meðal annars að orði:

„Menntamálaráðherra og ríkisstjórnin hafa að undanförnu unnið með markvissum hætti að sóknaráætlun fyrir listir, menningu og annað nýsköpunarstarf sem birtast mun á nýja árinu. Til framtíðar hafa skapandi greinar alla möguleika á að verða ein af meginstoðum íslensks atvinnulífs, þar sem hugvit og sköpunarkraftur fara saman.“

Nokkrir dagar eru liðnir síðan Alþingi samþykkti mesta niðurskurð til kvikmyndamála sem nokkru sinni hefur verið framkvæmdur, um 40%. Þá var einnig verulega skorið niður til RÚV sem og þeirra rannsóknasjóða sem eru á margan hátt undirstaða nýsköpunar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR