Bíó Paradís lítur yfir árið

Fjölmenni kom á Evrópska kvikmyndahátíð í september.
Fjölmenni kom á Evrópska kvikmyndahátíð í september.

Bíó Paradís gerir upp árið í pistli á vef sínum. Sýndar voru 24 íslenskar bíómyndir á árinu sem og 11 heimildamyndir. 31 evrópsk bíómynd var frumsýnd og 13 erlendar heimildamyndir.

Meðal helstu viðburða ársins voru:

  • Alþjóðleg barnamyndahátíð
  • Evrópska kvikmyndahátíðin
  • Íslensk kvikmyndahelgi
  • Þýskir kvikmyndadagar
  • Pólskir kvikmyndadagar
  • Rúmenskir kvikmyndadagar
  • Rússneskir kvikmyndadagar
  • Kúbanskir kvikmyndadagar
  • Reykjavík Shorts & Docs Festival
  • Svartir sunnudagar

Meðal gesta á árinu má nefna austurríska leikstjórann Ulrich Seidl, en mynd hans Paradís: Ást var vinsælasta mynd bíósins 2013 – og pólsku leikstýruna Agniezka Holland. Þá kom bíóið sér upp fullkomnum stafrænum sýningarbúnaði á árinu og kennsla í kvikmyndalæsi fyrir börn og unglinga fór á fullt skrið.

Sjá nánar hér: 2013 var stórkostlegt ár í Bíó Paradís!.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR