spot_img

Opnað fyrir innsendingar í Edduna

Frá Eddunni 2013.
Frá Eddunni 2013.

Byrjað er að taka á móti kvikmynda- og sjónvarpsverkum vegna Edduverðlaunanna 2014, en frestur til að senda inn verk rennur út á miðnætti mánudaginn 6. janúar, 2014. Gjaldgeng eru verk sem frumsýnd eru opinberlega á tímabilinu 1. janúar 2013 til 31. desember 2013.

Tilkynnt verður um tilnefningar til Edduverðlaunanna 30. janúar næstkomandi og mun kosning Akademíumeðlima hefjast samdægurs. Kjörgengi hafa allir þeir sem greitt hafa aðildargjöld Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, ÍKSA.

Edduverðlaunin sjálf verða svo afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu, laugardaginn 22. febrúar 2014.

Sjá nánar hér: Eddan.is – Vefsíða Edduverðlaunanna.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR