spot_img

„Hross í oss“ fær tvenn verðlaun í Les Arcs

Charlotte Böving og Ingvar E. Sigurðsson í Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.
Charlotte Böving og Ingvar E. Sigurðsson í Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson.

Ekkert lát virðist vera á verðlaunum til handa Hross í oss Benedikts Erlingssonar á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum. Í dag mun myndinnni falla í skaut tvenn verðlaun á Festival de Cinéma Européen des Arcs í Les Arcs í Frakklandi á lokadegi hátíðarinnar. Myndin fær annarsvegar dómnefndarverðlaunin og hinsvegar verðlaun fyrir tónlist Davíðs Þórs Jónssonar.

Alls hefur myndin nú fengið 10 verðlaun á 7 kvikmyndahátíðum. Framundan eru hátíðir til dæmis í Bandaríkjunum og Svíþjóð.

Sjá nánar hér: Verðlaunahross á flugi – mbl.is.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR