Peter Aalbaek Jensen bjartsýnn á framtíð evrópskra kvikmynda

Peter Aalbaek Jensen til vinstri.
Peter Aalbaek Jensen til vinstri.

Peter Aalbaek Jensen framleiðandi hjá Zentropa í Danmörku, sem stutt hefur fjölmargar íslenskar kvikmyndir, segist bjartsýnn á framtíð evrópskra kvikmynda en gefur skít í danskan kvikmyndaiðnað.

Þetta kemur fram í frásögn ScreenDaily af ráðstefnu sem fram fór á hinni yfirstandandi Les Arcs European Film Festival (14.-21. desember) í Frakklandi.

„Ég er mjög áhugasamur um Evrópu núna vegna þess að ég man hvernig þetta var,“ segir Jensen. „Ástandið var ekki gott fyrir tuttugu árum en það er miklu betra núna og ástæða til að vera bjartsýnn.“

Og Jensen, sem er þekktur fyrir kerskni sína, lætur fleiri bombur falla:

„Verð eru að hækka í Bandaríkjunum vegna VODs og Netflix og þessvegna eiga myndir frá litlum skítalöndum séns. Í heiminum eru 7.5 billjónir manna og einhver þeirra gæti slysast til að kaupa danska mynd.“

Aðspurður um velgengni norrænna mynda að undanförnu segir hann:

„Af einhverjum ástæðum höfum við smá vind í seglin. Það hefur verið okkur til framdráttar að við höfum engan heimamarkað, sem þýðir að myndirnar okkar verða að vera hæfar til útflutnings, annars komumst við ekki af.“

Sjá nánar hér: Nymphomaniac producer optimistic for European cinema | News | Screen.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR