
Heimildarmynd Ragnhildar Steinunnar Jónsdóttur, Hrafnhildur – heimildarmynd um kynleiðréttingu, hlaut sérstök dómnefndarverðlaun í heimildamyndaflokki á Norrænum kvikmyndadögum í Lübeck um nýliðna helgi.
Hrafnhildur var valin heimildamynd ársins á Edduverðlaununum í ár. Myndin hefur í ár verið sýnd á kvikmyndahátíðum í Kanada og Svíþjóð.
Í myndinni er fylgst með titilpersónunni, Hrafnhildi, leiðrétta kyn sitt. Rætt er við aðstandendur hennar og lækna og rýnt í kynleiðréttingarferlið, fordóma samfélagsins, væntingar Hrafnhildar til lífsins og breytta stöðu hennar í þjóðfélaginu eftir aðgerð.
RÚV segir frá: Hrafnhildur verðlaunuð | RÚV.