Gagnrýni | Paradies: Glaube

Paradies Glaube[column col=“1/2″][message_box title=“BÍÓ PARADÍS | Paradies: Glaube“ color=“blue“] [usr 3] Leikstjóri: Ulrich Seidl
Handrit: Ulrich Seidl, Veronika Franz
Aðalhlutverk:  Maria Hofstätter, Nabil Saleh, Natalya Baranova
Lengd 115 mín.
Austurríki, 2013
[/message_box][/column]Paradís: Trú (eða Paradies: Glaube á frummálinu) er annar hluti paradísarþríleiks Austurríska leikstjórans Ulrich Seidl. Fyrsta myndin, Paradís: Ást, fjallaði um miðaldra konu sem fór sem kynlífstúristi til Kenýa og lærði þar eitt og annað um lífið og ástina, en í þetta skiptið snýr Seidl sér að trúnni.

Viðfangsefni myndarinnar er Anna Maria, miðaldra hjúkrunarkona sem er líka heittrúaður kaþólikki. Í upphafi myndarinnar tekur hún sér frí frá vinnunni sem hún notar til að boða fagnaðarendið. Við fylgjumst með henni iðka trú sína heima, með því að biðja til kristsstyttunnar sinnar og syngja sálma, sem og að utan þar sem hún gengur milli heimila og fræðir fólk um trúna. Einn daginn fær hún síðan óvæntan gest í eiginmanni sínum sem hafði farið frá henni en vill núna reyna að laga samband þeirra.

Líkt og í Paradíst: Ást hefur þessi mynd ekki beint það sem kalla má sterkan söguþráð, heldur er hún fremur karakterstúdía sem og skoðun á ákveðnum menningarkima. Fyrri hluti myndarinnar samanstendur að mestu af atriðum með Mariu þar sem hún iðkar trú sína og virðist myndin hálf stefnulaus framan af þangað til maður hennar, Nabil, kemur til sögunnar, og myndar samband þeirra rauða þráðinn í myndinni.

Mynd Seidl er að mörgu leyti sterk og áhrifarík og heldur hann vel um taumana hérna. Hann hefur sterkt vald yfir myndmálinu hérna og tekst að skapa marga fallega ramma og vel kóreógröffuð atriði. Líkt og í fyrri myndum leikstjórans þá eru leikmenn í flestum hlutverkum (sem flestir leika persónur sem bera sömu nöfn og sjálfir leikararnir) en Seidl tekst að ná ótrúlega góðum leik úr þessum amatörum. Sú sem stendur sig best í myndinni er þó lærður leikari, aðalleikonan Maria Hofstätter sem lifir sig gjörsamlega inn í hlutverkið og tekst að skapa mjög sannfærandi persónu.

[quote align=“left“ color=“#999999″]En þrátt fyrir sterka stjórn Seidl er nokkur skortur á fókus hérna og svolítið óljóst hvað hann ætlar sér. Seidl virðist hérna í senn vera að gera grín að trúarnötturum en um leið reyna að skilja þá sem manneskjur. En hann gengur full langt og aðalpersónurnar hérna verða að hálfgerðum skrímslum á endanum.[/quote]En þrátt fyrir sterka stjórn Seidl er nokkur skortur á fókus hérna og svolítið óljóst hvað hann ætlar sér. Seidl virðist hérna í senn vera að gera grín að trúarnötturum en um leið reyna að skilja þá sem manneskjur. En hann gengur full langt og aðalpersónurnar hérna verða að hálfgerðum skrímslum á endanum. Honum tekst að útskýra að einhverju leyti hvers vegna þær eru svona gallaðar (kynferðisleg bæling á þar stóran þátt og myndin virðist líta svo á að trúin eigi sinn þátt þar) en samt verður það ekki alveg nógu sannfærandi.

Myndin er næstum tveir tímar og hefði vel mátt vera styttri þar sem mörg atriði eru allt of löng eða jafnvel óþörf og myndin verður ansi endurtekningasöm og langdregin á köflum. Upprunalega hugmynd Seidl var víst að gera eina mynd sem sagði þrjár sögur en síðan hefur honum fundist hann vera með nóg efni í þrjár myndir. Hann náði að láta Paradís: Ást virka sem eina mynd en hérna er lopinn full mikið teygður og hugsanlega hefði myndin virkað betur sem hluti af stærri heild.

Í myndinni er Seidl full mikið að velta sér upp úr eymd og volæði og er oft á tíðum ansi erfitt að fylgjast með þessu nánast óhugnalega fólki athafna sig. Myndin á vissulega ekki að vera beint skemmtun heldur frekar að vekja mann til umuhugsanar, en punkturinn verður frekar ljós snemma í myndinni og bætir seinni hlutinn ekki miklu við, eða er í það minnsta of lengi að koma sér að efninu.

Paradís: Trú er alls ekki slæm mynd í heildina og inniheldur margar mjög sterkar senur, auk þess sem hún er oft fyndin. En Seidl nær bara ekki að mynda nógu sterka heild og sagan er ekki nógu sannfærandi.

Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson
Atli Sigurjónsson er mikill kvikmyndaunnandi og er með meistaragráðu í samanburðarbókmenntum. Hann stefnir á að gerast frægur kvikmyndaleikstjóri einn góðan veðurdag.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR