spot_img

Ástin í skugga atómbombu

VIVELAFRANCEflyerNP
Kua og Teriki.

Helgi Felixson og Titti Johnson hjá Felixfilm vinna nú að heimildamyndinni Vive la France. Myndin beinir sjónum að pari, Kua og Teriki, sem búa á hinni afskekktu eyju Tureia í Frönsku Pólýnesíu á S-Kyrrahafi. Eyjan er í um 100 km fjarlægð frá Moruroa, þar sem Frakkar stundu kjarnorkuvopnatilraunir á 30 ára tímabili, 1966-1996.

Kua og Teriki eru ástfangin og hyggjast gifta sig innan skamms. Þau hafa komist að því að barn þeirra, Maoki, er veilt fyrir hjarta. Þá hafa sjö manns úr fjölskyldu Teriki fengið krabbamein, þar á meðal faðir hans Maro. Ástæður þessa rekja þau til nálægðarinnar við Moruroa þar sem Frakkar sprengdu alls 193 kjarnorkusprengjur á fyrrgreindu 30 ára tímabili.

Jafnframt er talin hætta á að Moruroa gæti fallið saman og þannig valdið gríðarlegri flóðbylgju sem myndi færa eyjuna þeirra í kaf. Samkvæmt ýmsum sérfræðingum er talið að milli tvö til þrjú tonn af Plútóníum sé að finna undir Moruroa sem ógnar öllu Kyrrahafssvæðinu um margar næstu aldir.

Að sögn Helga er áætlað að myndin verði tilbúin á fyrri hluta næsta árs. Til stendur meðal annars að sýna hana í kvikmyndahúsum hér á landi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR