Maguire og Zwick við tökur á mynd um einvígi Fischer og Spassky

Tobey Maguire leikur Bobby Fischer í Pawn Sacrifice.
Tobey Maguire leikur Bobby Fischer í Pawn Sacrifice.

Tökur á kvikmyndinni Pawn Sacrifice (Peðfórn) í leikstjórn Edward Zwick (Blood Diamond, The Last Samurai ofl.) eru hafnar og fara að hluta fram hér á landi. Myndin fjallar um hið sögulega „einvígi aldarinnar“ þegar Boris Spassky og Bobby Fischer mættust í Reykjavík sumarið 1972 og kepptu um heimsmeistaratitilinn í skák.

Edward Zwick leikstjóri.
Edward Zwick leikstjóri.

Íslandstökurnar standa þó aðeins þrjá næstu daga, samkvæmt heimildum Klapptrés og fara fram á Snæfellsnesi. Aðrar tökur fara fram í Kanada.

Tobey Maguire fer með hlutverk Fischer og mun hann vera viðstaddur tökurnar hér. Liev Schreiber leikur Spassky.

Sagafilm þjónustar verkefnið, sem hefur verið lengi í þróun að tilhlutan Maguire og hafa ýmsir leikstjórar verið orðaðir við það gegnum tíðina, t.d. David Fincher. Lionsgate stendur bakvið myndina.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR