Verðlaunavetur í Bíó Paradís

oscar-efa-logosNú fer árstíð verðlaunaafhendinga að ganga í garð og þegar er búið að tilkynna hvaða myndir eru í forvali Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna og Óskarsverðlaunanna. Evrópsku kvikmyndaverðlaunin fara fram 7. desember næstkomandi í Berlín. Hægt er að sjá stóran hluta myndanna sem eru komnar í forval á Evrópskri kvikmyndahátíð og í almennum sýningum í Bíó Paradís.

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin (e. European Film Awards)
Búið er að opna fyrir netkosningu á Verðlaunum fólksins (e. People‘s Choice Awards) sem er hluti af Evrópsku kvikmyndaverðlaununum. 11 myndir eru tilnefndar í þessum flokki og meðal mynda sem hægt er að kjósa um er hin íslenska Djúpið (e. The Deep) sem er leikstýrt af Baltasar Kormáki. Hægt er að sjá þrjár af myndunum sem eru tilnefndar í þessum flokki á Evrópsku kvikmyndahátíðinni EFFI um þessar mundir, en það eru myndirnar Broken Circle Breakdown, Oh Boy og The Gilded Cage.

Hér má finna netkosninguna. Þeir sem kjósa í netkosningunni eiga möguleika á að vinna ferð á Evrópsku kvikmyndaverðlaunin í Berlín.

Hér má finna allar upplýsingar um myndirnar sem sýndar eru á Evrópsku kvikmyndahátíðinni:

Óskarsverðlaunin (e. 86th Academy Awards)
Búið er að ákveða hvaða mynd verður send sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna. Það er myndin Hross í Oss (e. Of Horses and Men), leikstýrt af Benedikt Erlingssyni, sem varð fyrir valinu. Þetta er fyrsta kvikmyndin sem Benedikt leikstýrir og óhætt að segja að kvikmyndaleikstjóraferill hans fer vel af stað.

Stór hluti myndanna sem valdar hafa verið sem framlag til Óskarsverðlaunanna í ár eru sýndar um þessar mundir á Evrópsku kvikmyndahátíðinni EFFI. Þetta eru myndirnar Burning Bush (Tékkland) eftir leikstýruna Agnieszku Holland sem einnig er heiðursgestur EFFI í ár, The Broken Circle Breakdown (Belgía), In Bloom (Georgía), Mother I Love You (Lettland) og Child‘s Pose (Rúmenía). Einnig verður framlag Hollands, Borgman, sýndar í Bíó Paradís í haust.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR