Málmhaus eftir Ragnar Bragason verður frumsýnd á Íslandi þann 11. október. Sena dreifir myndinni. Myndin var heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto fyrr í mánuðinum og hlaut þar afbragðs fína dóma.
Söguþræði er lýst svona: Æska Heru Karlsdóttur er áhyggjulaus í sveitinni þar til harmleikur dynur yfir. Eldri bróðir hennar deyr af slysförum og Hera kennir sjálfri sér um dauða hans. Í sorginni finnur hún sáluhjáp í þungarokki og dreymir um að verða rokkstjarna.
Sjá nánar hér: Væntanlegt | Sena.