Íslendingar koma við sögu í tveimur þeirra kvikmynda sem valdar hafa verið á Cannes hátíðina í maí. Önnur er í aðalkeppninni og hin í Director's Fortnight.
Hópfjármögnun (crowdfunding) er nú orðin hluti af fjármögnun kvikmyndaverkefna. Upphæðirnar eru í flestum tilfellum ekki mjög háar en geta engu að síður skipt sköpum; annaðhvort sem verulegur hluti fjármögnunar smærri verkefna eða sem fjármögnun afmarkaðra þátta stærri verkefna. Heimildamyndin Svartihnjúkur leitar nú lokafjármögnunar og gengur vel.
Afganska kvikmyndin Wolf and Sheep er nú í fjármögnun og verður það fyrsta myndin frá þvísa landi sem leikstýrt verður af konu. Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures er einn framleiðenda myndarinnar, sem meðal annars leitar framleiðslufjár gegnum hópfjármögnun.