Vefurinn Wheel of Work fjallar um heimildamynd Magnúsar Jónssonar, Ern eftir aldri frá 1975, í tilefni sýninga á henni í Bæjarbíói. Í myndinni er lagt útaf sjálfsmynd þjóðarinnar í tilefni þjóðhátíðarinnar 1974. Haft er eftir Árna Bergmann rithöfundi að RÚV hafi ekki þorað að sýna myndina. Vefurinn gerir því skóna að þetta hafi verið af pólitískum ástæðum þrátt fyrir að RÚV hafi fjármagnað gerð hennar; myndin hafi með engu móti passað í sparifötin sem öllum var gert að klæðast á þessari sameiningarhátíð.