"Felix og Klara hefði allt eins getað heitið Felix því tollvörðurinn fyrrverandi gleypir alla söguna. Persónusköpun Klöru situr á hakanum, hún birtist áhorfendum sem tvívíður karakter og samskipti hjónanna eru yfirborðskennd." Þetta segir Magnús Jochum Pálsson hjá Vísi um þáttaröðina Felix og Klara, sem sýningum er nýlokið á.
Fantafín afþreying með vel fléttaðri og spennandi framvindu sem heldur manni við skjáinn allt til enda. Sjónræn umgjörð þáttanna er á stigi sem sjaldan sést í íslensku sjónvarpi, segir Magnús Jochum Pálsson á Vísi um þáttaröðina Reykjavík Fusion. "Skortur á persónusköpun, ankannalegur texti misgóðra leikara og vanhugsaðar ákvarðanir handritshöfunda draga söguna þó aðeins niður."
Þrátt fyrir frumlega hugmynd, ágætis leikara og sterka byrjun renna grínþættirnir Brjánn fljótt út í sandinn, skrifar Magnús Jochum Pálsson á Vísi um þáttaröðina og bætir því við að þar vegi þyngst skortur á almennilegu gríni og óspennandi framvinda.
Þórarinn Þórarinsson skrifar um Eldana eftir Uglu Hauksdóttir á Vísi og segir Uglu sýna heldur betur hvers hún er megnug þegar kemur að persónusköpun og því að magna upp spennu.
"Vönduð períóda með flottum búningum, sannfærandi leikmynd og fyrsta flokks leikurum. Serían bregst hins vegar áhorfendum þegar kemur að handriti og leikstjórn. Fyrir vikið verður ævi þessarar merkilegu konu óspennandi við áhorfið", segir Magnús Jochum Pálsson á Vísi um þáttaröðina Vigdísi.
„Við Íslendingar erum meira í hjartanu, viðbrögð okkar við ýmsu ráðast af tilfinningunum. Við erum alltaf að bregðast við frá þindinni. Verbúð er slík frásögn,“ segir Mikael Torfason meðal annars í ítarlegu viðtali við Jakob Bjarnar Grétarsson á Vísi um Verbúðina, sem hann er meðhöfundur að.
"Alltaf gaman að sjá kvikmyndir sem einungis eru gerðar til að skemmta Íslendingum. Síðasta veiðiferðin er ein slík og ættum við að taka henni opnum örmum," segir Heiðar Sumarliðason á Vísi um kvikmynd Þorkels Harðarsonar og Arnar Marinós Arnarsonar.
"Lágstemmd og hjartnæm lítil saga sem forðast helstu klisjur og óþarft melódrama," segir Tómas Valgeirsson á Vísi um Andið eðlilega Ísoldar Uggadóttur og gefur henni fjórar stjörnur.
Kjartan Már Ómarsson fjallar á Vísi um íslensku myndirnar sem sýndar voru á nýliðinni Reykjavík Shorts & Docs Festival. Myndirnar sem rætt er um eru Just Like You, Minnismiðar, Potturinn, Synda, The Arctic Fox og Iceland Aurora.