Um þessar mundir má sjá nokkurn hóp íslenskra leikara bregða fyrir í alþjóðlegum kvikmynda- og sjónvarpsverkum. Í sjálfu sér ekkert nýtt nema hvað þeir eru óvenju margir þessa dagana. Þarna eru Tómas Lemarquis, Ólafur Darri Ólafsson, Ingvar E. Sigurðsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Salóme Gunnarsdóttir, Ívar Örn Sverrisson, María Birta Bjarnadóttir og Jóhannes Haukur Jóhannesson.
Baltasar Kormákur kynnir mynd sína Eiðinn á Cannes hátíðinni, sem nú stendur yfir, fyrir kaupendum og sýnir brot úr myndinni. Bandaríska sölufyrirtækið XYZ Films fer með sölu myndarinnar á heimsvísu.