Úti að aka er heimildamynd um ferð rithöfundanna Einars Kárasonar og Ólafs Gunnarssonar, sem létu draum sinn rætast um að fara þvert yfir Ameríku eftir Route 66 á 1960 árgerð af kadilakk og skrifa um það bók. Með í för voru útgefandinn Jóhann Páll Valdimarsson og kadilakksérfræðingurinn Steini í Svissinum ásamt Sveini M. Sveinssyni kvikmyndagerðarmanni í Plús film sem festi ævintýrið á filmu. Myndin verður frumsýnd í Bíó Paradís á fimmtudag.
Ásgeir H. Ingólfsson fer yfir fyrstu tvo daga Skjaldborgarhátíðarinnar sem lýkur í kvöld og fjallar meðal annars um myndir heiðursgestsins og íslensku myndirnar Úti að aka, Börn hafsins og Vertíð.