Heimildamyndin UseLess eftir Rakel Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur var á dögunum valin besta heimildamyndin á International Green Film Festival í Krakow í Póllandi og hlaut jafnframt Best Environmental Film Award á DOC LA heimildamyndahátíðinni í Los Angeles. Myndin hefur nú hlotið fjögur alþjóðleg verðlaun, en hún var frumsýnd á Skjaldborgarhátíðinni í vor.
Heimildamyndin UseLess eftir Rakel Garðarsdóttur og Ágústu M. Ólafsdóttur fékk á dögunum tvær viðurkenningar á kvikmyndahátíðinni Deauville Green Awards sem fer fram ár hvert í Deauville í Frakklandi. Þetta voru annars vegar silfurverðlaun í flokknum Fight and adaption to climate change og hins vegar sérstaka viðurkenningu frá EcoAct.