Þrátt fyrir kórónavírusfaraldurinn og þær takmarkanir sem honum fylgja, standa íslenskir kvikmyndagerðarmenn í ströngu, en útlit er fyrir að allt að tíu bíómyndir og níu þáttaraðir verði í tökum á árinu. Aldrei áður hafa jafn mörg verkefni af þessu tagi verið í tökum á tilteknu ári.
Nýtt verkefni Marteins Þórssonar, bíómyndin Una (Recurrence), hefur fengið 110 milljón króna vilyrði frá Kvikmyndasjóði. Marteinn skrifar handritið ásamt Óttari Norðfjörð.