Endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi eru lykilatriði í að laða að stór erlend kvikmyndaverkefni en einnig afar mikilvægur stuðningur við innlenda kvikmyndagerð. Auk þess skapar þessi ívilnun ríkinu miklu meiri tekjur en nemur framlögum.
Haukur Már Helgason kvikmyndagerðarmaður og heimspekingur mun reglulega skrifa fyrir Klapptré ýmiskonar pistla um kvikmyndir og kvikmyndagerð. Hér er hans fyrsta grein, sem einnig birtist á bloggi hans OK EDEN.