Íslenskar kvikmyndir halda sínu striki líkt og undanfarin ár og sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 79 alþjóðleg verðlaun á árinu 2017.
Þrír menn, útskriftarmynd Emils Alfreðs Emilssonar úr Kvikmyndaskóla Íslands, hlaut á dögunum verðlaun fyrir besta handritið á ISFF Cinemaiubit hátíðinni í Rúmeníu sem er skólamyndahátíð, vottuð af CILECT, alþjóðlegum samtökum kvikmyndaskóla.