Kvikmyndin Tryggð í leikstjórn Ásthildar Kjartansdóttur er nú hálfnuð í tökum. Myndin er byggð á skáldsögunni Tryggðarpantur eftir Auði Jónsdóttur sem kom út árið 2006 og var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár. Framleiðendur eru þær Eva Sigurðardóttir fyrir Askja Films ásamt Ásthildi og fyrirtæki hennar Rebella Filmworks. Þær hafa kynnt til sögunnar ýmsar nýjungar í upptökuferlinu.
Askja Films og Rebella Filmworks, framleiðendur kvikmyndarinnar Tryggðarpantur sem fer í tökur í haust, munu halda sérstaka kynningu á fyrirbærinu Teymisfjármögnun (Crewfunding) í samvinnu við breska fyrirtækið Big Couch.